Opnað í dag í Böggvisstaðafjalli.

Nú er biðin eftir snjónum loksins á enda því í dag opnaði Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli aftur eftir nokkurt hlé. Svæðið var opnað 31.okt. og var opið til 6.nóv. er þá gripu veðurguðirnir fram fyrir hendurnar á okkur og skelltu sumri á. En nú er vonandi komin vetur þannig að skiða- og brettaáhugafólk getur farið að stunda áhugamál sitt af kappi. Snjórinn er frekar lítill á svæðinu eins og er, neðri lyftan var í gangi. Þrátt fyrir að veðrið í dag væri frekar leiðinlegt, komu þó nokkrir á skíði og létu það ekki hafa áhrif á sig. Í dag var fyrsta skíðaæfingin hjá krökkunum og var byrjað á því að fara á gönguskíði krökkunum til mikillar ánægju. Ef veður leyfir reiknar Guðný með að á morgun miðvikudag verði svigskíðaæfingar samkvæmt æfingatöflu. Æfingataflan er á link hér til vinstri merkt "æfingar og mót". Þegar þetta er skrifað er blindbylur og vonandi heldur áfram að bæta á, ekki veitir af því okkur vantar snjó á svæðið til að geta farið á fullt og haldið hér og á Ólafsfirði fyrsta bikarmót vetrarins. Munið upplýsingasíma svæðisins 8781606