Opnað næstu daga

Nú hefur snjórinn látið sjá sig á ný og nú er unnið við að gera svæðið klárt fyrir opnun. Að sögn Einars Hjörleifssonar þá hefur töluverðan snjó sett í fjallið síðustu daga og vantar herslu muninn á að hægt sé að opna en eins og oft áður er það neðsti hluti svæðisins sem er ekki alveg klár. Nánar verður sagt frá því hér á síðunni hvenær við opnum en það verður á allra næstu dögum eins og áður sagði og þá í annað sinn á þessum vetri.