Komið sæl kæru vinir.
Þá er komið að því. Við opnum á morgunn 13. janúar klukkan 14:30.
Það eru þó takmarkanir á opnuninni.
1. Það er grímuskylda og 2 m regla á svæðinu fyrir þá sem fæddir eru fyrir árið 2005. Þessu munum við framfylgja í og við húsin og í lyfturöðum. Við viljum að þið gestir góðir virðið þessi tilmæli og hjálpið okkur að vera til fyrirmyndar.
2. Það verður opið í skíðaleigu en vegna smæðar hennar er aðeins unnt að afgreiða eina fjölskyldu í einu eða einstakling. Biðjum við aðra gesti að bíða utan dyra á meðan.
3. Opið verður inn í Brekkusel á salerni en ekki verður afgreitt veitingar að svo stöddu.
4. Það verða fjöldatakmarkanir á skíðasvæðunum almennt, þó er ekki búið að útfæra það til hins fyllsta, það mun verða gefið út á morgunn. Miðast verður við sirka 50% nýtingu á svæðinu sem þýtt getur að uppselt verði í lyfturnar, munum við reyna eftir fremsta megni að verða við skíðaþörf sem flestra og reyna að miðla upplýsingum hratt og örugglega þannig að sem minnst óþægindi hljótist af.
Við munum uppfæra frekari leiðbeiningar um leið og þær berast.