19.03.2008
Skíðasvæðið verður opið frá kl. 10:00 til 17:00 frá fimmtudeginum 20.mars til mánudagsins 24. mars. Kvöld opnun verður síðan laugardagskvöldið 22. mars frá kl. 20:00 til 23:00 og kostar lyftupassinn það kvöld 500 krónur.
Á páskadag kl.11:00 verður páskaeggjamót fyrir 1 bekk og yngri og eftir hádegi verður foreldrafélagið með kaffihlaðborð og hefst það kl. 13:00 og stendur það til kl. 16:00.
Á mánudaginn, annan í páskum verður síðan firmakeppni Skíðafélagsins Dalvíkur, keppt er í samhliðasvigi með útsláttar fyrirkomulagi. Nánar um tímasetningar og fyrirkomulag síðar.