Opnun í Böggvisstaðafjalli næstu daga.

Í dag var Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnað í fyrsta skipti í vetur. Eins og fram kom í frétt fyrr í dag eru aðstæður á skíðasvæðinu ágætar og snjómagnið svipað eða jafnvel meira en var síðastliðin vetur. Stefnt er að því að hafa opið milli kl. 16 og 19 þá daga sem aðstæður leyfa. Daglega verða upplýsingar á símsvara félagsins sem er 8781606. Fyrst um sinn verða einungis seld daggjöld og verðinu stilt í hóf eða 300 krónur fyrir alla gjaldskylda.