Opnun næstu daga.

Stefnt er að því að hafa Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opið fram að áramótum ef veður og aðstæður leyfa. Á morgun annan í jólum verður opið frá kl. 13:00-16:00. Neðri lyftan verður opin en þar eru aðstæður orðnar ágætar. Eftir er að klára að gera efra svæðið klárt en sú vinna stoppaði þegar troðarinn bilaði rétt fyrir jól. Hann er nú komin í lag og stefnum við að því að opna efri lyftuna sem fyrst en þar eru aðstæður góðar. Upplýsingasími skíðasvæðisins er 8781606.