Opnun næstu daga.

Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli verður næst opið annan í jólum frá kl. 12:00-16:00. Eftir snjókomuna síðustu daga eru aðstæður orðnar mjög góðar í fjallinu og því tilvalið að skella sér á skíði. Milli jóla og nýárs verður opið frá kl.13:00-17:00. Skíðasvæðið verður lokað á gamlársdag og nýársdag. Sunnudaginn 2. janúar verður síðan hefðbundin opnun frá kl. 11:00 -16:30. Frá mánudeginum 3. janúar verður síðan opið á hefðbundnum tíma frá kl. 14:30 -19:00.