Opnun næstu daga og upplýsingar til hópa.

Skíðasvæðið á Dalvík verður opið eftir aðstæðum fram í nóvember og verða daglega upplýsingar á símsvaranum 8781606, einnig hér á síðunni. 1. des hefst síðan hefðbundin opnun. Opnunartíminn er þessi: Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá k. 16:00-19:00 og um helgar frá kl. 12:00-16:00. Tökum á móti hópum sé þess óskað og bjóðum upp á gistingu í Brekkuseli. Opnunartími fyrir hópa er eftir samkomulagi. Nú er um að gera að nýta sér þær aðstæður sem nú eru í boði og skella sér á skíði til Dalvíkur. Nánari upplýsingar gefur Einar Hjörleifsson svæðisstjóri í síma 8983347.