Opnun og viðburðir um páska á skíðasvæðinu

Eins og áður hefur komið fram þá verður skíðasvæðið á Dalvík opið um páskana þrátt fyrir að snjórinn hafi minnkað í brekkunum í hlákunni síðustu daga. Eins og staðan er núna er nægur snjór í efri lyftunni en minna er af honum í þeirri neðri en þar er búið að færa til snjó þannig að brekkan er í ágætu lagi þó svo að hún sé ekki í fullri breidd. Barnabrekkan neðst á svæðinu er í góðu lagi. Við munum reyna allt sem við getum til þess að halda svæðinu í lagi svo framalega að veðurguðirnir taki ekki völdin af okkur. Við setjum daglega upplýsingar hér á síðuna um stöðu mála. Svæðið verður opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 10:00 til 17:00 og á mánudaginn frá kl. 10:00 til 16:00. Síminn á skíðasvæðinu er 4661010 og upplýsingasíminn er 8781606 Við biðjum fólk að fara varlega. Sjá skrá hér að neðan.