27.12.2013
Eins og fram hefur komið var skíðasvæðið lokað í dag. Ástæðan er sú að síðustu daga hefur verið vont veður hér á Dalvík og gríðarleg ísing sest á öll mannvirki og mikil vinna að berja klakann af lyftum. Flest öll hengin á neðri lyftunni hefðu dregist út og niður á jörð þar sem þau voru horfin í snjó þannig að það þurfti að moka þau upp. Þá hefði vírinn fokið út af á einu mastrinu en búið er að koma honum á sinn stað. Vírinn á efri lyftunni liggur nánast allur á jörðinni en sem betur fer var ekki búið að setja hengin á hana. Vonast er til að hægt verði að opna svæðið um helgina en eins og staðan er í dag er ekki vitað hvort það verður á morgun eða sunnudag. Nánar um það hér á síðunni á morgun.
Sveinn Torfason tók nokkrar myndir á skíðasvæðinu 25. desember sem hægt er að skoða á myndasíðunni.