Opnun um helgina, markaður og auka skráningardagur.

Á morgun laugardag og á sunnudaginn verður svæðið opið frá 12:00 til 16:00 og þá verður miðasölukerfið, þar með talið hliðið komið í notkun. Minnum á skiptimarkað fyrir skíðabúnað á laugardaginn frá kl. 13:00 til 16:00. Á sama tíma er boðið upp á auka skráningadag fyrir æfingar og vetrarkort á sama hagstæða verðinu og sett var upp hér um daginn. Þá er einnig hægt að koma og fylla á þau vetrarkort sem þegar hefur verið greitt fyrir.