Opnun um páskana.

Nú líður að páskum og er allt útlit fyrir að aðstæðurnar á skíðasvæðinu hér á Dalvík verði frábærar. Allar skíðabrekkur eru orðnar færar og eru þær troðnar daglega til þess að þær verði í sem bestu lagi páskadagana. Svæðið verður opið frá kl. 10:00 til 17:00 frá miðvikudeginum 19. mars til mánudagsins 24. mars. Miðvikudagskvöldið 19. mars verður stígasleðakvöld frá kl. 20:00 til 22:00 en slík kvöld hafa verið afar vinsæl hér á skíðasvæðinu, kvöldið kostar 400 krónur. Kvöld opnun verður síðan laugardagskvöldið 22. mars frá kl. 20:00 til 23:00 og kostar lyftupassinn það kvöld 500 krónur.