07.01.2015
Góðan dag og takk fyrir gott start á skíðavertíðinni. Við munum standa vaktina í vetur og þjónusta gesti og skíðaunnendur eftir bestu getu.
Eins og undanfarin ár verður lokað einn dag í viku hjá okkur. Í ár ætlum við að hafa lokað á miðvikudögum, munum aulgýsa sérstaklega ef það breytist. Opnunardagar eru eftirfarandi:
Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar 15:00 - 19:30
Föstudagar 16:00 - 19:00
Laugardagar og sunnudagar 11:00 - 16:00
Miðvikudagar lokað. Ef opið er það auglýst sérstaklega á skidalvik.is minnum einnig á facebook síðu svæðisins "skíðasvæði dalvíkur".
Sjáumst hress á fimmtudag.
Starfsmenn