21.11.2004
Mánudaginn 22. nóv verður opið í fjallinu frá kl. 16 - 19. Búast má við sama opnunartíma út vikuna en það verður þó nánar auglýst hér á síðunni síðar.
Enn sem komið er eru eingöngu seld daggjöld og er verðið 300 kr. fyrir alla gjaldskylda.
Af gefnu tilefni vill stjórn Skíðafélags Dalvíkur minna á að í gildi eru reglur sem kveða á um hjálmaskyldu allra barna undir 12 ára aldri í fjallinu. Við viljum biðja foreldra og forráðamenn að passa vel upp á þetta og senda ekki börn sín hjálmlaus í fjallið. Skíðafélagið á nokkra hjálma sem hægt er að fá lánaða þegar börn gleyma hjálmum sínum. Það skal tekið fram að þessir hjálmar eru ekki ætlaði til endurtekinna útlána til sömu einstaklinga með það fyrir augum að komast hjá hjálmakaupum. Við biðjum foreldra að virða þetta vegna þess að misnotkun á þessu getur leitt til þess að til gjaldtöku komi fyrir hjálmana.