Orðsending frá móta - og aganefnd.

Á heimasíðu Skíðasambandsins er orðsending frá móta-og aganefnd SKI. Í orðsendingunni er farið yfir mótahald vetrarins sem hefur verið með erfiðara móti. Þar fer Þröstur Már Sigurðsson formaður móta-og aganefndar vel yfir það hvernig málin þróuðust fyrir mótið sem haldið var að hluta í Bláfjöllum um síðustu helgi. Þar kemur sjónarmið Skíðafélagana á Dalvík og á Ólafsfirði nokkuð glöggt fram og ástæður þess að mótið fór til Reykjavíkur.