Óvenju fjölmennt lokahóf Skíðamóts Íslands

Ætla má að á fjórða hundrað manns hafi tekið þátt í lokahófi Skíðamóts Íslands,sem í alla staði var hið glæsilegasta og mótshöldurum í Ólafsfirði og á Dalvík til sóma. Veitt voru verðlaun fyrir keppnisgreinar á mótinu og sömuleiðis fyrir bikarkeppni SKÍ í göngu og alpagreinum. Að lokinni afhendingu verðlauna var boðið til kaffidrykkju þar sem borðin svignuðu undan kræsingum.