Páskar í Böggvisstaðafjalli.

Skíðasvæðið á Dalvík verður opið alla páskadagana. Boðið verður upp á ýmsar uppákomur yfir hátíðarnar. Það sem verður í boði alla daga er eftirfarandi: Leikjaland fyrir börnin verður starfrækt alla daga norðan við neðri lyftuna. Í leikjalandi verða settar upp ýmsar þrautir sem börn á öllum aldri hafa gaman af að glíma við. Börn og unglingar sem æfa skíði á Dalvík munu bjóða upp á byrjendakennslu gegn sanngjörnu gjaldi. Þeir sem vilja panta tíma geta sent tölvupóst á skidalvik@skidalvik.is Farnar verða troðaraferðir upp undir fjallsbrún á Böggsstaðafjalli eftir því sem veður og aðstæður leyfa. Troðin verður göngubraut í hólunum ef veður og snjóalög leyfa. Bjartur skíðakarl mun hugsanlega láta sjá sig. Veitingasalan í Brekkuseli verður opin alla páskana á opnunartíma svæðisins. Fimmtudagurinn 9. apríl - Skírdagur. Opnunartími: 10:00-17:00 14.00: Sr. Magnús G. Gunnarsson flytur stutta hugvekju - Slökkt verður á lyftunum á meðan á hugvekjunni stendur. Fullorðinsopnun Opið frá kl. 19:00-22:00 fyrir 20 ára og eldri. Afterski stemning og veitingasala í Brekkuseli frá kl. 22:00 til 24:00 ATH kvöldopnun kostar 600 kr. Föstudagurinn 10. apríl - Föstudagurinn langi. Opnunartími: 10:00-17:00 Þetta er rétti dagurinn fyrir fjölskylduna til að bregða sér í fjallið og búa til sína eigin dagskrá með kakó í brúsa og bananabrauð. Að sjálfsögðu munum við gera okkar besta til að tryggja gott skíðafæri og veður á þessum degi líkt og öðrum. Laugardagurinn 11. apríl. Opnunartími: 10:00-17:00 Lopapeysudagur í Böggvistaðafjalli. Allir sem mæta í lopapeysu fá óvæntan glaðning. Heiðrum íslensku sauðkindina og fyllum fjallið af mislitum lopapeysum. Hinir Svarfdælsku Bakkabræður mæta á svæðið og að sjálfsögðu í lopapeysum. 13:00-16:00: Opið fyrir Stigasleða norðan við neðri lyftuna. Útbúinn verður sleðabraut þar sem skíðaumferð verður óheimil. Stigasleðar verða leyfðir í neðri lyftunni og allir sem mæta með sleða verða að vera með hjálm. Sunnudagurinn 12. apríl - Páskadagur. Opnunartími: 10:00-17:00 10:00: Samhliðasvig fyrir 2-5. bekk. Páskaegg í verðlaun. 12.00: Páskaeggjamót fyrir börn fædd 2002 og yngri. Allir keppendur fá páskaegg að keppni lokinni. 14.00: Kaffihlaðborð í Brekkuseli í umsjón Foreldrafélags yngri barna. Verð 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir 6-12 ára börn, frítt fyrir 5 ára og yngri. Mánudagurinn 13. apríl - annar í Páskum Opnunartími: 10:00-16:00 13.00: Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur. Keppendur eru vinsamlegast beðnir að mæta kl. 12:00. Keppt verður í samhliða svigi með forgjöf og útsláttarfyrirkomulagi. Öllum heimil þátttaka, skráning á staðnum. Athugið að hópar geta fengið skíðasvæðið opnað utan hefðbundins opnunartíma gegn greiðslu. Frítt er í fjallið fyrir börn undir skólaaldri og ellilífeyrisþega. Nánari upplýsingar á skíðasvæðinu.