Páskar í Böggvisstaðafjalli 2004

Skíðasvæðið á Dalvík verður opið alla páskadagana frá kl. 10-17. Boðið verður upp á ýmsar uppákomur yfir hátíðarnar, nánari upplýsingar um uppákomur í fjallinu um páskana eru á link hér til hægri. Farnar verða troðara og snjósleðaferðir upp undir fjallsbrún á Böggvisstaðafjalli, fram á Böggvisstaðadal og upp á fjöllin umhverfis dalinn. Þessar ferðir verða auglýstar nánar á staðnum. Bjartur skíðakarl verður á svæðinu í tengslum við auglýsta viðburði. Troðin verður göngubraut í hólunum og einnig verður rudd göngubraut inn á Böggvisstaðadal ef veður og snjóalög leyfa. Milli 10 og 11 á skírdag, laugardaginn 10. april og á páskadag verður hægt að fá fría skíðaleiðbeiningu á skíðasvæðinu. Sömu daga er boðið upp á skíðakennslu við allra hæfi milli klukkan 11 og 15. Óskað er eftir því að beðið sé um kennsluna með dags fyrirvara. Sveinn Torfason skíðakennari gefur allar upplýsingar um verð og fleira í síma 8616907. Hægt er að leigja allan útbúnað á staðnum. Fimmtudag, laugardag og sunnudag milli klukkan 11 og 15 verður barnagæsla gegn vægu gjaldi á svæðinu í umsjá Skíðafélags Dalvíkur. Nánari upplýsingar gefur Halla páskadagana í síma 8611808. Alla páskadagana milli kl. 11 og 15 nema föstudaginn langa verður hægt að fá brætt neðan í skíði gegn gjaldi sem er 500 krónur á skíðapar. Veitingasalan í Brekkuseli verður opin alla páskana á opnunartíma svæðisins. Fimmtudagurinn 8. apríl - Skírdagur. Opnunartími: 10:00-17:00 10.30-11.45: Leikjatími fyrir öll börn fædd 1998 og síðar þar sem Bjartur verður meðal þátttakanda. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í leiknum með börnunum. 15.00: Sr. Magnús G. Gunnarsson flytur stutta hugvekju - Slökkt verður á lyftunum á meðan á hugvekjunni stendur. Föstudagurinn 9. apríl - Föstudagurinn langi. Opnunartími: 10:00-17:00 Þetta er rétti dagurinn fyrir fjölskylduna til að bregða sér í fjallið og búa til sína eigin dagskrá með kakó í brúsa og bananabrauð. Að sjálfsögðu munum við gera okkar besta til að tryggja gott skíðafæri og veður á þessum degi líkt og öðrum. Laugardagurinn 10. apríl. Opnunartími: 10:00-17:00 10.30-12.00: Ævintýraferð um svæðið fyrir börn fædd 1996 og 1997 sem eru vel skíðandi. Í upphafi stóð til að yngri börn ættu kost á að fara í þessa ferð en fallið hefur verið frá því í þetta sinn. Þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina verður uppi allan daginn!!! Sunnudagurinn 11. apríl - Páskadagur. Opnunartími: 10:00-17:00 12.00: Páskaeggjamót fyrir börn fædd 1996 og yngri. Keppt verður í samhliðasvigi með útsláttarfyrirkomulagi. Allir keppendur fá páskaegg að keppni lokinni. 14.00: Kaffihlaðborð í Brekkuseli í umsjón Foreldrafélags yngri barna. Verð 850 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir 6-12 ára börn, frítt fyrir 5 ára og yngri. Mánudagurinn 12. apríl - annar í Páskadagum Opnunartími: 10:00-17:00 14.00: Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur. Keppendur eru vinsamlegast beðnir að mæta kl. 13:00. Keppt verður í samhliða svigi með forgjöf og útsláttarfyrirkomulagi. Öllum heimil þátttaka. Athugið að hópar geta fengið skíðasvæðið opnað utan hefðbundins opnunartíma gegn greiðslu. Nánari upplýsingar á skíðasvæðinu.