07.04.2004
Milli kl. 10 og 11 á skírdag, laugardaginn 10 april og á páskadag verður hægt að fá fría skíðaleiðbeiningu á skíðasvæðinu. Sömu daga er boðið upp á skíðakennslu við allra hæfi milli klukkan 11 og 15. Sveinn Torfason skíðakennari gefur allar upplýsingar um verð og fleira í síma 8616907.
Snæþór Arnþórsson verður með kennslu á bretti eftir hádegi á föstudag og á laugardag og sunnudag á sama tíma. Snæþór gefur allar upplýsingar um verð og fleira í síma 6593709.
Óskað er eftir því að beðið sé um kennsluna með dags fyrirvara.
Hægt er að leigja allan útbúnað á staðnum.