29.02.2016
Sportvík í samstarfi við Snæþór Arnþórsson ætla að vera með preppnámskeið fyrir foreldra og unglinga (10 ára og eldri) miðvikudagskvöldið 2. mars klukkan 20:00 í Brekkuseli.
Það er alveg upplagt að koma og fá að sjá réttu tökin og geta svo farið og græjað skíðin fyrir Jónsmótið sem að verður 11. mars
Farið verður yfir helsta grunninn í því að meðhöndla skíði/bretti bæði fyrir mót og eins að ganga frá þeim að tímabili loknu. Snæþór sýnir réttu handbrögðin og getur aðstoðað með að bræða 1 par á eftir (en til þess þarf að kaupa áburð á staðnum) og einnig leyft fólki að prófa að fara með þjölina á kantana og finna hvernig úlnliðurinn og þjölin vinna saman.
Við verðum búin að setja saman flott tilboð fyrir ykkur sem að mætið og verslið á staðnum. Eitthvað verður af vörum á svæðinu en einnig verður hægt að panta hjá okkur.