Promens samhliðasvig

Nú eru komnar yfir 50 skráningar á Promens samhliðasvigmótið sem fram fer í Böggvistaðafjalli n.k fimmtudagskvöld. Enn er pláss fyrir 2-3 karla og örlítið fleiri konur og hvetjum við alla sem ekki hafa skráð sig nú þegar að melda sig inn. Dagskrá mótsins mun liggja fyrir í kvöld, en gert er ráð fyrir að starta fyrsta parinu kl. 19:30 þannig að úrslita viðureignirnar verði keyrðar í upplýstri brekku.