Promens samhliðasvig - dagskrá

Það lítur allt út fyrir fjölmenna og spennandi keppni en nú þegar hafa yfir 60 manns skráð sig til leiks. Ákveðið hefur verið að gefa lokafrest á skráningar til kl. 20:00 á morgun miðvikudag. Promens samhliðasvig 15 ára og eldri á Dalvík Fimmtudaginn 26. mars 2009. Dagskrá Kl. 18:00 Afhending númera og greiðsla keppnisgjalda í Brekkuseli Kl. 18:30 Skráningarlistum lokað Kl. 18:45 Skoðun hefst og stendur yfir í 10 mínútur Kl. 19:00 Forkeppni í karlaflokki ef þörf er á Kl. 19:30 Fyrsta umferð í kvennaflokki Fyrsta umferð í karlaflokki Önnur umferð í kvennaflokki Önnur umferð í karlaflokki osfrv..... Kl. 22:00 Verðlaunaafhending Keppnisfyrirkomulag: Stuðst verður við keppnisreglur FIS með fáeinum undantekningum. Ef fleiri en 32 keppendur skila sér til leiks þá mun fara fram forkeppni til að fækka niður í 32ja manna ráshóp. Í forkeppni verða farnar tvær ferðir og ef keppendur vinna sitt hvora ferðina þá ræður tímamunur úrslitum. Þegar í aðalkeppnina er komið verður farin ein ferð í fyrstu tveimur umferðum og sigurvegari hverrar viðureignar fer áfram í næstu umferð. Þegar í 8 manna úrslit er komið verða farnar tvær ferðir og ef keppendur vinna sitt hvora ferðina þá ræður tímamunur úrslitum um það hver fer áfram í næstu umferð. Þegar í úrslitarimmuna er komið þá verður farin þriðja ferðin til að knýja fram úrslit ef leikar standa jafnir að tveimur ferðum loknum. Boðið verður upp á heitt kakó, kleinur og ekta Dalvískt flatbrauð á meðan á keppni stendur. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki fyrir sig: 1. Verðlaun: 50.000 kr í reiðufé og Dalvíkursleði 2. Verðlaun: Árskort á skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli árið 2010 og Dalvíkursleði 3. Verðlaun: Kraftkistill frá Promens