Promens samhliðasvig - FRESTUN

Promens samhliðasvigmótinu sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Mótið verður keyrt á morgun föstudag en það lítur út fyrir að það verði ágætis veður þá. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 14:15 Afhending númera og greiðsla keppnisgjalda í Brekkuseli Kl. 15:00 Skráningarlistum lokað Kl. 15:10 Skoðun hefst og stendur yfir í 10 mínútur Kl. 15:30 Forkeppni ef þörf er á Fyrsta umferð í kvennaflokki Fyrsta umferð í karlaflokki Önnur umferð í kvennaflokki Önnur umferð í karlaflokki osfrv..... Kl. 18:00 Verðlaunaafhending Biðjumst velvirðingar á þessum breytingum en við ráðum ekki við veðrið. Þeir sem hafa skráð sig til leiks eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á skidalvik@skidalvik.is ef að þeir gera ekki ráð fyrir að mæta.