08.04.2007
Þá er ratleikur no.2 að hefjast. Sömu reglur gilda og síðast. Ekki má nota bíl eða hjól eftir að fyrsta vísbending er fundin. Raða þarf stöfum saman og að lokum ert þú með setningu sem gefur páskaegg ef þú ert nógu snöggur. Það verða tveir upphafsstaðir einn fyrir 10 ára og yngri og annar fyrir 11 ára og eldri til að jafna leikinn. Það verða verðir í brautinni til að passa að enginn eldri stytti sér leið.
Þá eru það vísbendingarnar
1. Fyrir 11 ára og eldri. Þar fóru menn áður í bíó en fremja leik í dag.
2. Fyrir 10 ára og yngri. Þar tekur þú út eða leggur inn aurinn.