Risasvig drengja í Bled. Frétt af heimasíðu SKI.

Keppt var í risasvigi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bled í Slóveníu í gær 26. janúar. Karl Friðrik Jörgensen ÚÍA lenti í 54 sæti á tímanum 1:17,03. Snorri Páll Guðbjörnsson Dalvík keppti líka og endaði hann í 60 sæti á tímanum 1:18,36.