Rörin komin til Dalvíkur.

Í dag komu rörin í snjókerfið til Dalvíkur. Eimskip flutti rörin ásamt öðrum búnaði til landsins og síðan til Dalvíkur. Það skal tekið fram að Eimskip er einn að aðalstyrktaraðilum okkar í uppsetningu snjókerfisins. Í dag komu einnig 1100 metrar af ramagnsstreng sem fara í verkið. Á myndasíðunni eru nýjar myndir sem teknar voru í dag.