RÚV sýnir frá Skíðalandsmótinu

Ríkissjónvarpið mun gera Skíðamóti Íslands ítarleg skil í ár eins og undanfarin ár. Sjónvarpsmenn eru á staðnum, fylgjast með keppni alla mótsdagana og gera henni skil í stuttum daglegum þáttum. Í kvöld verður fyrsti þáttur RÚV frá mótinu og hefst hann kl. 21.30. Í þættinum í kvöld verður, auk samantektar frá keppni dagsins, spjallað við Kristin Björnsson skíðakappa frá Ólafsfirði og rifjuð upp eftirminnileg atvik frá ferli hans. Umsjónarmaður er Ingólfur Hannesson og Gunnlaugur Þór Pálsson sér um dagskrárgerð.