09.12.2013
Sameiginlegur fundur stjórnar, starfsmanna, þjálfara og nefnda Skíðafélags Dalvíkur var haldin í Brekkuseli í síðustu viku og mættu um 20 manns á fundinn. Góður andi var á fundinum og voru málefni félagsins til umræðu.
Undirbúningur fyrir komandi skíðavertíð er í jákvæðum og góðum farvegi. Traust og gott samstarf er nauðsynlegt til þess að byggja upp góðan og líflegan félagsanda.
Við hlökkum til vetrarins og vonumst til þess að hitta krakkana sem allra fyrst í fjallinu og óskum þess að eiga gott samstarf við skíðaiðkendur og foreldra.