Samherjastyrkur

Eins og þegar hefur komið fram á heimasíðu félagsins þá veitti Samherji okkur styrk að upphæð 1 milljón króna til barna og unglingastarfs. Stjórnin ákvað að nýta þessa fjármuni til að greiða niður æfingagjöld um 40% og höfum við þegar hafið endurgreiðslu. Við viljum biðja þá sem ekki hafa þegar sent okkur línu að senda póst á skidal@hotmail.com þar sem nafn iðkenda, fæðingarár, kennitala reikningseiganda og reikningsnúmer kemur fram. Styrkurinn verður síðan greiddur út fljótlega eftir að póstur berst og munum við senda afrit af greiðslukvittun á póstfang ykkar.