Samherji styrkir barna og unglingastarf Skíðafélags Dalvíkur

Í dag veitti Samherji Skíðafélagi Dalvíkur styrk í barna og unglingastarf félagsins. Styrkurinn er félaginu afar mikilvægur og verður notaður til þess að greiða niður æfingagjöld barna og unglinga og jafnvel fleiri verkefna. Nú síðast í haust nutu þau börn og unglingar sem æfa hjá félaginu styrksins frá síðustu úthlutun en þá voru æfingagjöld greidd niður. Styrkurinn sem var veittur í dag verður notaður í niðurgreiðslu gjalda og í fleiri verkefni haustið 2012. Nánar verður sagt frá því hér á síðunni á næstunni hvernig styrknum verður varið. Helga Steinunn Guðmundsson formaður Samherjasjóðsins ávarpaði fjölmenna samkomu í KA-heimilinu síðdegis en þar var tilkynnt um styrkina sem námu samtals 75 milljónir króna. Hún sagði meðal annars að Samherji kappkostaði að láta samfélagið í kringum sig njóta góðs af starfseminni með því að styrkja innviði þess með ýmsum hætti. Eins og áður sagði er þessi styrkur til félagsins ómetanlegur og á eftir að koma sér vel eins og undanfarin 3 ár. Skíðafélag Dalvíkur þakkar Samherja þennan raustnarlega styrk og færir þeim bestu þakkir fyrir. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur.