Samherji styrkir Skíðafélag Dalvíkur

Í boði sem haldið var í Flugsafninu á Akureyri 11. desember afhenti Samherji Skíðafélasgi Dalvíkur styrk upp á 1.000.000 króna sem á að renna til barna-og unglingastarfs félagsins. Þetta er í annað skipti sem Samherji styrkir félagið til þessara hluta sem hefur mikið að segja fyrir skíðaíþróttina á Dalvík. Samherji hefur í mörg ár verið einn stærsti styrktaraðili Skíðafélag Dalvíkur og færum við þeim bestu þakkir fyrir.