Samhliðasvig fellt niður á morgun - FIS-mót í svigi þess í stað

Á morgun, sunnudag, á síðasta mótsdegi Skíðamóts Íslands, verður ekki keppt í samhliðasvigi, eins og mótshaldarar höfðu gert ráð fyrir. Þess í stað verður FIS-mót í svigi í Böggvisstaðafjalli, en af þessu móti gat ekki orðið í Bláfjöllum í vikubyrjun vegna veðurs. FIS-mótið byrjar í Böggvisstaðafjalli kl. 11 á morgun með fyrri ferð kvenna og fyrri ferð í svigi karla hefst eftir að brautarskoðun lýkur.