Samningur við local.is.

Á dögunum gerðu Skíðafélag Dalvíkur og local.is samning um að local, sem er fréttavefur fyrir norðausturkjördæmið birti daglega upplýsingar um Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Með þessu teljum við að til enn fleiri megi ná því vefurinn er vinsæll og mikið skoðaður. Starfsmenn local eru í sambandi við starfsmenn skíðasvæðisins og birta fréttir af opnunartíma og aðstæðum eftir þörfum á hverjum degi.