Samstarf.

Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði hafa í mörg ár starfað náið saman í mótahaldi. Félögin hafa haldið fjögur landsmót saman,1992,1997,2002 og 2006, Unglingameistaramót Íslands árið 2001 og fjölmörg bikar og FIS mót. Nú síðustu ár hefur samstarfið aukist og nú eru félögin með sameiginlegan þjálfara í eldri flokkum.