Samstarfssamingur Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur

Samstarfssamingur Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur Í gær, þriðjudaginn 30. október, var undirritaður samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvikur. Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi rekstur skíðasvæðis Dalvíkur og starfsemi Skíðafélags Dalvíkur. Samningurinn tekur á almennri starfsemi félagsins, hlutverki stjórnar og framkvæmdastjóra og atriðum er varða rekstur og fjármál félagsins. Dalvíkurbyggð og Skíðafélag Dalvíkur gera með sér svohjóðandi samstarfssamning. Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi rekstur skíðasvæðis Dalvíkur og starfsemi Skíðafélags Dalvíkur. 1. Dalvíkurbyggð ræður framkvæmdastjóra frá 4. september 2012 tímabundið til 1. maí 2014. 2. Skíðasvæði Dalvíkur heyrir undir framkvæmdarstjóra og lýtur að hans stjórn. Félagsstarfsemi stýrir stjórn Skíðafélags Dalvíkur undir forystu formanns, þó skal stjórn ávalt bera undir framkvæmdarstjóra ákvarðanir um meðferð fjármuna. 3. Framkvæmdarstjóri og gjaldkeri fara með prókúru og hafa aðgang að fjármálum skíðasvæðis Dalvíkur og Skíðafélags Dalvíkur. Gjaldkeri mun áfram sinna þeim störfum sem hann hefur gert í samráði og samstarfi við framkvæmdarstjóra. 4. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á og sinnir almennum rekstri og fjármálastjórnun. Hann sér um ráðningar og starfsmannahald. Leitar hagræðingar í rekstri. Önnur þau verkefni sem eru í starfslýsingu (sjá viðhengi). 5. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur í samstarfi við framkvæmdarstjóra mun áfram leita eftir styrkjum til fyrirtækja. 6. Tryggt verði að styrkir þeir sem er safnað til fyrirfram ákveðinna verkefna verið einungis notaðir til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. 7. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur fer með mál skíðafélagsins. Félagsstarf, fagleg starfsemi, æfingar, mót, ferðir og ráðning þjálfara er í höndum stjórnar. Allar ákvarðanir stjórnar er varða notkun á skíðasvæði og fjármál félagsins skal þó bera undir framkvæmdarstjóra og vera í samráði við hann. 8. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur, framkvæmdastjóri og Dalvíkurbyggð munu koma á fót svæðisnefnd. Hana skipa 2 fulltrúar tilnefndir af Dalvíkurbyggð og 1 fulltrúi tilnefndur af stjórn Skíðafélagsins. Hlutverk nefndarinnar er að álykta um framtíðarsýn skíðasvæðisins og möguleikum þess. Að sama skapi mun nefnd þessi veita framkvæmdarstjóra faglega ráðgjöf við undirbúning á opnun, daglegri nýtingu skíðasvæðis og þau verk sem falla til yfir veturinn. 9. Á samningstímanum mun framkvæmdarstjóri ásamt stjórn Skíðafélags Dalvíkur og svæðisnefnd leggja fram drög að framtíðarsýn skíðasvæðisins, uppbyggingu þess og framkvæmdar- og kostnaðaráætlum. Samningur þessi gildir til 1. maí 2014 og skal þá endurskoðaður. Samningurinn er uppsegjanlegur með 3ja mánaða fyrirvara. Skíðafélag Dalvíkur