Seinni ferð í svigi karla að hefjast

Seinni ferð í svigi karla er að hefjast í Böggvisstaðafjalli og verða tímar keppenda uppfærðir hér á netinu jafnóðum, eins og við höfum reyndar gert í morgun. Kristján Uni Óskarsson er með bestan tíma íslensku keppendanna á Skíðamóti Íslands og félagi hans frá Ólafsfirði, Kristinn Björnsson, er annar. Þriðja besta tímann eftir fyrri ferð hefur Jóhann Friðrik Haraldsson úr KR.