16.01.2012
Síðara Fis - og bikarmót helgarinnar fór fram við glimrandi aðstæður í Böggvisstaðafjalli í gær. Kalt, stillt og sól og brekkan eins og best varð á kosið. Úrslit dagsins má sjá á live-timing.com, úrslit karla [link="http://live-timing.com/race2.php?r=30550"]hér[/link] og úrslit kvenna [link="http://live-timing.com/race2.php?r=30549"]hér[/link].
Myndir Bjarna Gunnarssonar af keppninni og verðlaunahöfum er hægt að sjá á [link="http://www.flickr.com/photos/bjarnigunn/sets/72157628869580877/"]www.flickr.com/bjarnigunn[/link]. Vídeó sem tekið var með því að útbúa Björgvin Björgvinsson undanfara sem myndatökumann er hægt að sjá [link="http://vimeo.com/35100286"]hér[/link].
Starfsmenn, keppendur og þjálfarar fá bestu þakkir fyrir sitt framlag þessa ágætu helgi í Böggvisstaðafjalli.