31.12.2008
Í morgun var síðasta skíðaæfingin á þessu ári hjá 15 ára og eldri. Þessi hópur hefur æft um hátíðirnar við frábærar aðstæður sem eru búnar að vera hér á skíðasvæðinu á Dalvík síðan kólnaði á nýjan leik. Björgvin Björgvinsson hefur nýtt sé þessar frábæru aðstæður og segir að vart verði farið fram á betri aðstæður til þess að æfa svig, sé einfaldlega heimsklassa aðstæður og góður undirbúningur fyrir sig en hann keppir í heimsbikarmóti í svigi 6. janúar í Zagreb í Cróatíu. Það skal tekið fram að hér er nánast eingöngu framleiddur snjór sem gerir aðstæður til æfingar þetta góðar. Búið er að framleiða mikið magn af snjó í vetur og ljóst að framhald verður á því strax og aðstæður verða til staðar á nýju ári. Snjókerfið er enn og aftur að gera okkur kleift að vera á skíðum, án þess værum við enn ekki komin á skíði. Samstarf skíðafélaganna á Dalvík og á Ólafsfirði í mótahaldi verður áfram í vetur og halda félögin 2 bikarmót saman, 13-14 ára 28.feb til 1.mars og 15 ára og eldri 28. til 29 mars.