Sjóframleiðsla enn í gangi.

Frá því á fimmtudag hefur verið framleiddur sjór hér á skíðasvæðinu á Dalvík og hafa aðstæður á svæðinu batnað mikið síðustu daga. Stefnt er að því að framleiða snjó fram á fimmtudag en þá verður svæðið gert klárt fyrir helgina. Enn og aftur hefur kerfið sannað gildi sitt og nokkuð ljóst að lítið sem ekkert hefði verið skíðað hér án þess. Þeir sem styrkja framleiðsluna í vetur hafa gert okkur kleift að framleiða allan þann sjó sem er í fjallinu og þökkum við enn og aftur fyrir þennan frábæra stuðnung. Þessir aðilar eru: Norðurströnd, Samherji, KEA, Samkaup, Samhentir umbúðalausnir, Tréverk, Höldur, Icelandair, Fiskverkun Dagmanns, Saga Capital, Salka Fiskmiðlun, Fosshótel, Veisluþjónustan Dalvík, Katla, VIS, Ásprent, Promens, Húsasmiðjan og einn ónafngreindur aðili.