Skafti Brynjólfsson til Noregs

Skafti Brynjólfsson skíaðkappi sem síðan í haust hefur stundað nám á Akureyri og tekið þátt í afreksþjálfun hjá Skíðafélagi Akureyrar er farinn til Oppdal í Noregi. Hann mun ætla að dvelja þar í þrjár vikur en í Oppdal eru fyrir fjórir Íslendingar en það eru Gunnlaugur Haraldsson og Kristján Uni Óskarsson báðir frá Ólafsfirði en Skafti mun dvelja hjá þeim þennan tíma, Harpa Rut Heimisdóttit frá Dalvík og Ari Berg frá Reykjavík. Skafti var orðin órólegur vegna snjóleysis og nýtti sér því þann möguleika sem það gefur að vera í afreksþjálfun á Akureyri og fékk frí frá skóla til þess að geta stundað æfingar í Oppdal um tíma. Það var stórt skref sem Skíðafélag Akureyrar steig með samningnum við skólayfirvöld á Akureyri um afreksþjálfun á skíðum en það gefur þeim sem þar stunda æfingar færi á að fá frí til þess að geta stundað skíðaíþróttina af kappi þegar aðstæður eru eins og í dag á Íslandi.