07.11.2005
Þann 18. nóvember næstkomandi verður haldin skemmtun í Víkurröst, Dalvík til styrktar Jóhanni Bjarnasyni og fjölskyldu.
Að þessari uppákomu standa Skíðafélag Dalvíkur, Golfklúbburinn Hamar, Ungmennafélag Svarfdæla-frjálsíþróttadeild og óháðir aðilar víða að.
Skemmtun þessi hefst kl.21.00 og húsið verður opnað klukkustund fyrr.
Þarna munu koma fram fjölmargir listamenn, s.s. söngvarar, dansarar, leikarar, flutt verða gamanmál og fleira.
Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna, en kr. 1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri.
Allir sem koma fram þetta kvöld, eða sjá um skipulagningu, gefa vinnu sína.
Ágóði miðasölu rennur óskiptur til Jóhanns og fjölskyldu.
Þá er tekið við frjálsum framlögum í miðasölu.
Miðapantarnir í : síma 466 1136 (Valdís)
466 1462 (Gústaf)
466 3376 (Bjarmi)
466 1649 (Ragnheiður)
Minnt er á að í Sparisjóði Svarfdæla er að finna treyju frá Heiðari Helgusyni, áritaða af leikmönnum Fulham og boðið er í treyjuna þessa dagana.
Niðurstöður uppboðsins verða kynntar á skemmtuninni þann 18. nóvember