13.04.2005
Laugardaginn, 16.apríl, verður skíðaæfing í Hlíðarfjalli. Að sjálfsögðu er frjáls mæting :-) Æfing fyrir 4.bekk og eldri verður kl.10:00-12:00 og fyrir 1.-3.bekk 12:30-14:00. Nánari upplýsingar um verð á lyftukortum verður tilkynnt á símsvaranum annaðkvöld.
Þetta er frábært tækifæri til að venja yngri krakkana á stólalyftuna og þyrftum við helst á hafa 1 fullorðinn á hverja 2 krakka í 1.-3.bekk. Þeir foreldrar sem geta keyrt börnin sín í Hlíðarfjall en sjá sér ekki fært að fara með þeim á skíði hafi samband við Guðnýju (6920606) og við finnum eitthvað út úr því :-)