07.04.2005
Hér að neðan eru æfingatímar fyrir alla aldurshópa. MIKILVÆGT: FUNDUR FYRIR 1.BEKK OG ELDRI VEGNA ANDRÉSAR ANDARLEIKANNA (ÞESSI FUNDUR VERÐUR HVORT SEM LEIKARNIR VERÐA EÐA EKKI) FIMMTUDAGINN, 14.4. KL.18 Í BREKKUSELI.
MJÖG MIKILVÆGT ER AÐ FYLGJAST MEÐ SÍMSVARANUM EF HÆGT VERÐUR AÐ OPNA LYFTUSPORIÐ Í NEÐRI LYFTUNNI TIL AÐ HALDA ÆFINGAR Í EFRI LYFTUNNI.
LEIKTÍMI
Miðvikudagurinn, 13.4. mæting í Brekkuseli kl.15-17
Farið verður í leiki við Brekkusel og síðan gæðum við okkur á ljúffengri skúffuköku ;-)
2.-3.BEKKUR
Þriðjudagurinn, 12.4. mæting við Brekkusel kl.15:00
Gengið verður upp í Löngulaut þar sem farið verður í leiki og borðað nesti. Allir að mæta með nesti í bakpokanum sínum (endilega komið með pylsur til að grilla en þjálfararnir taka grill með ;-) og í gönguskóm. Gengið verður svo frá Löngulautinni niður að kirkjunni og stefnt að því að vera þar kl.17:30.
Laugardagurinn, 16.4. mæting í Skautahöllinni á Akureyri kl.13:30-15:00. Kostnaður er 300kr. en 500kr. með skautum.
4.BEKKUR OG ELDRI
Mánudagurinn, 11.4. skíðaæfing í efri lyftunni kl.15-18. Mætið með skíðaskóna í bakpoka því gengið verður upp og einnig er mikilvægt að taka eitthvað að drekka með sér.
Laugardagurinn, 16.4. mæting í Skautahöllinni á Akureyri kl.15:00-17:00. Kostnaður er 300kr. en 500kr. með skautum. Mætið með nesti, svo verður farið í bíó kl.18 og hugsanlega gert eitthvað meir (verður rætt á Andrésarfundinum).
MIKILVÆGT: FUNDUR FYRIR 1.BEKK OG ELDRI VEGNA ANDRÉSAR ANDARLEIKANNA (ÞESSI FUNDUR VERÐUR HVORT SEM LEIKARNIR VERÐA EÐA EKKI) FIMMTUDAGINN, 14.4. KL.18 Í BREKKUSELI