Skíðaæfingar að hefjast

Nú er Guðný þjálfari mætt til landsins og ekki seinna vænna en að hefja skíðaæfingarnar. Jói Bjarna verður einnig að þjálfa í vetur, Guðnýju til halds og trausts. Æfingataflan ætti að vera komin inn á öll heimili á mánudaginn og tekur hún í gildi þriðjudaginn 6.janúar. Athugið að hópaskipting hjá LEIKTÍMANUM fer fram þriðjudaginn 6.janúar kl.14:00-15:30. Laugardaginn 3.janúar er fyrsta æfing hjá öllum 4.bekk og eldri. 4.-5.bekkur mæti kl.12:00-13:30 og 6.bekkur og eldri kl.13:30-15:00. Sunnudaginn 4.janúar er fyrsta æfing hjá öllum 2.-3.bekk kl.13:00-14:30 Endilega látið þetta berast út. Ef einhverjar spurningar vakna hringið í Guðnýju þjálfara í 6920606. Endilega notið talhólfið fyrir skilaboð ef þið náið ekki í hana.