Skíðað 1. júní 2013. 11:00 - 13:00

Á morgun laugardag ætlum við að bjóða skíðakrökkum á Dalvík og foreldrum á skíði í Böggvisstaðafjalli. Þetta verður síðasti skíðadagur í fjallinu á þessari vertíð. Sennilega er þetta í fyrsta skipti í 40 ára sögu félagsins að boðið sé upp á slíkann viðburð og því hvetjum við alla skíðakrakka stóra sem smáa að mæta á svæið. Lyftan opnar kl 11:00 og ætlum við að skíða í tvo tíma eða til kl. 13:00. Allt bendir til þess að það veður verði gott, þ.e. sól og blíða og því verður spennandi að sjá hvort einhverjir mæti á stuttbuxunum. :) Sjáumst hress í fjallinu á morgun. Skíðastrumparnir