Skíðafélag Dalvíkur 30 ára.

Þann 11. nóvember næstkomandi eru 30 ár síðan framtakssamir menn og konur tóku sig til og stofnuðu Skíðafélag Dalvíkur. Í tilefni afmælisins þá hefur verið útbúið barmmerki sem er til sölu hjá félaginu. Merkið er hægt að nálgast hjá Óskari Óskarssyni og kostar það 500 krónur. Áhugasamir geta haft samband við Óskar í síma 8983587, netfang oo@mmedia.is og fengið merkið keypt.