Skíðafélag Dalvíkur tekur þátt í verkefninu snjór um víða veröld.

Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi ,,World Snow Day" þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að brydda upp á nýjungum í því augnamiði hvetja börn til skíðaiðkunar. Dagurinn er hluti hvatningarátaks FIS ,,Bring children to the snow" sem staðið hefur frá árinu 2007. Skíðasamband Íslands SKÍ hefur svarað kalli FIS með því að efna til sameiginlegs átaks allra aðildarfélaga sambandsins og skíðasvæðanna. Þessir aðilar hafa allir sameiginlega hagsmuni af því að fjölga bönum og unglingum sem heimsækja fjöllin. Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivstar í hreinleika fjallanna. Verkefnið er hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ, skíðafélaganna, skíðasvæðanna og styrktaraðila sem taki höndum saman um að bjóða öllum börnum 12 ára og yngri ókeypis á skíði /bretti 22. janúar 2012. Nánar verður sagt frá þessum degi hér á síðunni í næstu viku.