Skíðafélagið sá um eina grillstöð á fiskidaginn mikla.

Fiskidagurinn mikli var haldinn á Dalvík um síðustu helgi eins og allir vita. Skíðafélag Dalvíkur sá um að manna eina grillsveit og voru það um 15 félagar sem skiptust á að grilla frá kl 11 - 17. Þessi dagur er engu líkur því allir fá frítt að borða og drykk með. Um 14.000 manns mættu á svæðið og því nó að gera á grillstöðvunum sem voru sex.. Guðný Hansen annar þjálfari félagsins mætti á staðinn og grillaði með okkur allan daginn. Guðný var á Dalvík þessa helgi til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur s.s. æfingatöflu sem er orðin klár. Guðný er á leið til Spánar en þar ætlar hún að vera fram í miðjan desember en þá kemur hún til Dalvíkur og hefur störf hjá okkur.