03.03.2008
Skíðafélag Dalvíkur hefur ákveðið að skipuleggja skíðaferð til Austurríkis fyrir fjölskyldur og félgsmenn í ársbyrjun 2009 ef næg þáttaka fæst. Stefnt er að viku ferð með brottför í byrjun janúar 2009. Þótt langt sé í fyrirhugaða ferð þarf fljótlega að liggja fyrir hvað margir hafa áhuga þannig að undirbúningur geti hafist.
Ferðir að þessu tagi standa oftast saman af flugi, gistingu, ferðum til og frá hóteli og hálfu fæði. Kostnaður við slíkar ferðir sem hópar hafa verið að fara í nú í vetur er um 110.000 á mann. Lyftupassar í 7 daga kosta um 20000 fyrir fullorðna og um 15000 fyrir börn. Athugið að þessi verð eru einungis til þess að sýna hvað slílar ferðir kosta í dag. Þeir sem áhuga hafa á að fara með í slíka ferð eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á Óskar, skario@simnet.is og láta vita ef áhugi er fyrir hendi.
Skíðafélag Dalvíkur