27.03.2008
Skíðafélag Dalvíkur hefur ákveðið að skipuleggja skíðaferð til Austurríkis fyrir fjölskyldur og félgsmenn í ársbyrjun 2009 ef næg þáttaka fæst. Stefnt er að viku ferð með brottför í byrjun janúar 2009. Þótt langt sé í fyrirhugaða ferð þarf fljótlega að liggja fyrir hvað margir hafa áhuga þannig að undirbúningur geti hafist.
Stefnt er að því að funda um ferðina fljótlega þar sem næstu skref í undirbúningnum verða ákveðin.
Þeir sem áhuga hafa á að fara með í slíka ferð eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á Óskar, skario@simnet.is eða hafa samband í síma 8983589 eftir kl. 20:00 á kvöldin og láta vita ef áhugi er fyrir hendi.
Skíðafélag Dalvíkur